Tilkynning um stofnun nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2001006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Lagt fram til kynningar erindi Helgu María Pétursdóttir fyrir hönd Eyþings, dags. 30.12.2019 er varðar stofnun nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra með sameiningu þriggja félaga, Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Ný landshlutasamtök, Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hefja starfsemi 1. janúar 2020 og starfa þá á grundvelli kennitölu Eyþings og munu yfirtaka réttindi og skyldur atvinnuþróunarfélaganna svo og framlög sveitarfélaganna til Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Stjórn Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra er skipuð sjö fulltrúum og sjö til vara:

Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Akureyri
Kristján Þór Magnússon, Norðurþing
Eva Hrund Einarsdóttir, Akureyri
Helga Helgadóttir, Fjallabyggð
Axel Grettisson, Hörgársveit
Helgi Héðinsson, Skútustaðahreppi
Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppi

Framkvæmdastjóri er Helga María Pétursdóttir