Upplýsingaöflun í tengslum við afleiðingar óveðurs

Málsnúmer 2001004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Lagt fram erindi Elvu Gunnlaugsdóttur fh. Eyþings, dags. 30.12.2019 þar sem fram kemur að Eyþingi hefur borist beiðni um að taka saman upplýsingar frá sveitarfélögum fyrir átakshóp fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember. Óskað hefur verið eftir greinargerð frá landshlutasamtökum um eftirfarandi þætti sem skila þarf fyrir miðjan janúar.

1. Mat á því hvernig fyrirtæki og stofnanir sem reka mikilvæga innviði voru undirbúin fyrir óveðrið, hvernig unnið var í samræmi við viðbragðsáætlanir, hvernig til tókst að framfylgja viðbragðsáætlun, almennt mat á því hvað betur hefði mátt fara og fyrirhugaðar aðgerðir í framhaldi af því.
2. Leggja mat á tiltækt varaafl í landshlutanum og stýringu þess við aðstæður eins og sköpuðust. Tillögur til úrbóta.
3. Mat á samspili kerfa við aðstæður sem þessar, t.d. hversu háð fjarskiptakerfi eru raforkukerfum.
4. Tillögur um aðgerðir til að efla viðbúnað og viðbragð, svo sem mannafla, tækjakost, stjórnun aðgerða, samskipti og upplýsingagjöf. Er nægilegur mannafli til staðar á þeim stöðum þar sem tæki og innviðir brugðust, og er tækjakostur fullnægjandi og aðgengilegur.
5. Tillögur um aðgerðir sem styrkja innviði í byggðakjörnum og hinum dreifðu byggðum til langs tíma, svo sem fjárfestingar. Ábendingar um einstakar aðgerðir og umbótaverkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í svo grunninnviðir séu betur í stakk búnir til að mæta slíku áhlaupi næst og samfélagslegt tjón þannig lágmarkað.
6. Ábendingar um hvernig gengið hefur að koma mikilvægum framkvæmdum í gegnum leyfisveitingarferli og stjórnsýslu undanfarin ár, nefna t.d. raunveruleg dæmi og tímalínur. Tillögur um aðgerðir sem miða að því að stuðla að skilvirku regluverki og stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga varðandi framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raforku.
7. Aðrar aðgerðir sem skipta máli varðandi eflingu innviða og öryggi íbúa landsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjórum að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15.01.2020

Lögð fram drög að svari við erindi Eyþings, dags. 30.12.2019 vegna upplýsingaöflunar í greinargerð sem Eyþing tekur saman fyrir hönd landshlutans að beiðni átakshóps fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda á Eyþing.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 686. fundur - 02.03.2021

Lagt fram til kynningar skýrsla Verkís um Uppbyggingu innviða - eftirfylgni 2020.

Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging aðgerðarlýsingar sem kynnt var í febrúar 2021. Skýrsluna ásamt öðru efni má nálgast á:

https://www.stjornarradid.is/innvidir/