Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar - 31. ágúst 2019

Málsnúmer 1912053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Lagt fram erindi Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 22.12.2019 ásamt fundargerð aðalfundar félagsins frá 31.08.2019 og ársreikningi 2018.

Í erindinu kemur fram að á aðalfundi Veiðifélags Ólafsfjarðar fyrir árið 2018 hafi verið ákveðið að greiða samtals kr. 6.000.000.- af uppsöfnuðum arði sem skiptist samkv. eignarhluta landareigenda. Eignarhlutur Fjallabyggðar er 13,53% og nam arðgreiðslan kr. 811.811.-

Þá var einnig samþykkt eftirfarandi áskorun til bæjarstjórnar Fjallabyggðar
"Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 31. ágúst 2019 beinir því til bæjarstjórnar Fjallabyggðar að banna alla netaveiði fyrir landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn".

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15.01.2020

Á 634. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna áskorunar aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðar þess efnis að bæjarstjórn bannaði alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.01.2020.

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að banna alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn og að deildarstjóra tæknideildar verði falið að koma því á framfæri með auglýsingu.