Fyrirspurn frá trolla.is varðndi jólatrésdagskrá á Siglufirði

Málsnúmer 1912004

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 05.12.2019

Eftirfarandi fyrirspurn hefur borist markaðs- og menningarnefnd frá Gunnari Smára Helgasyni f.h. lesanda trolla.is:

"Hæhæ, mig langar að vita hvort menningarnefndin gæti tekið það til umhugsunar fyrir næsta ár að hér sé kveikt á jólatrénu á Siglufirði á laugardegi en ekki sunnudegi eins og síðasliðin ár. Einnig væri hægt að hafa einhvern annan dag en sunnudag. Það er ekkert um að vera hér á sunnudögum til að trekkja fólk að jólatrénu og við erum alltaf á eftir Ólafsfirðingum sem gera mikið úr deginum með sölubásunum sínum sem mér finnst alveg vera frábært hjá þeim en við gætum búið til lengri fimmtudag t.d. eða haft þetta á laugardegi þegar búðir eru opnar."

Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrirspurnina og bendir á að undanfarin ár hefur verið misjafnt á hvaða degi kveikt er á jólatrénu á Siglufirði. Nefndin telur mikilvægt að kveikt sé á jólatrénu um helgi og í síðasta lagi kl. 16:00. Í ár var horft til þess að vera með athöfnina í framhaldi af hátíðarkirkjuskóla barnanna.