Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - umsókn um viðbótarframlag vegna skólaaksturs 2019

Málsnúmer 1911075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019

Lagt fram erindi Gústavs Arons Gústavssonar fh. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, dags. 27.11.2019 þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um viðbótarframlag vegna skólaaksturs fyrir árið 2019. Framlagið er veitt til þeirra sveitarfélaga sem hafa orðið fyrir íþyngjandi kostnaði við grunnskólaakstur úr dreifbýli á árinu 2019 umfram þau framlög sem Jöfnunarsjóður hefur greitt vegna akstursins. Skilafrestur er til 11. desember nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.