Skáknámskeið - kynningarbréf

Málsnúmer 1911073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019

Lagt fram kynningarbréf Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 24.11.2019 þar sem fram kemur að stefnt sé að, í samstarfi við sveitarfélög, að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni sem búa úti á landi.

Samtals er um að ræða u.þ.b 10 klst. námskeið fyrir 1.-4. bekk og svo 5.-10., allir þátttakendur fá viðurkenningarskjöl að námskeiði loknu. Stefnan er einnig sett á að vera með fullorðinsnámskeið ef áhugi er fyrir því.

Bæjarráð samþykkir að veita Birki, ef af verður, styrk í formi endurgjaldslausra afnota af aðstöðu í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar.