Barnamenningardagar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1911045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 15.11.2019 þar sem óskað var eftir að gert yrði ráð fyrir kostnaði, kr. 450.000 í fjárhagsáætlun ársins 2020 til að standa straum af kostnaði við að halda barnamenningarhátíð í Fjallabyggð, líkt og tíðkast í öðrum sveitarfélögum. Sótt yrði um styrk til Barnamenningarsjóðs á móti framlagi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði kr. 450.000 vegna Barnamenningarhátíðar í fjárhagsáætlum ársins 2020.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 01.04.2020

Fyrirhugað er að halda Barnamenningardaga í Fjallabyggð á þessu ári. Til stóð að halda þá í lok maí en ljóst er að af því verður ekki og hefur þeim verið frestað fram á haustið, líklegast verða þeir haldnir í október. Barnamenningardagar verða haldnir í samstarfi við leik-, grunn- og tónlistarskóla, listamenn, menningaraðila og söfn í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti áform og undirbúning fyrir fundarmönnum en meðal annars hefur verið sótt um styrk til Barnamenningarsjóðs Íslands fyrir verkefnið. Markaðs- og menningarnefnd fagnar áformum um Barnamenningardaga í Fjallabyggð.