Norlandia

Málsnúmer 1911020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12.11.2019

Á fund bæjarráðs mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Norlandia og fór yfir starfsemi fyrirtækisins og þær úrbætur sem hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir að lykt berist út í andrúmsloftið. Í sumar var keyptur viðbótarbúnaður sem bætir hreinsunina. Áfram sé unnið að því að koma í veg fyrir lyktarmengun.

Í síðustu viku kom hins vegar upp bilun í búnaði og lykt borist frá fyrirtækinu.

Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga fyrir komuna og greinargóð svör.



Bæjarráð Fjallabyggðar - 796. fundur - 07.07.2023

Innkomin erindi varðandi lyktarmengun í Ólafsfirði tekin fyrir.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar íbúum, gestum tjaldstæðis og fyrirtækjum fyrir ábendingar vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá starfsemi Norlandia. Í ljósi ítrekaðra kvartana óskar bæjarráð eftir því að Heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund þess og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins vegna eftirlits hausaþurrkunarverksmiðju Norlandia ehf, sbr. tillögu heilbrigðisfulltrúa frá september 2021 um íbúakönnun. Bæjarráð telur mikilvægt að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia.