Dagur íslenskrar tungu 2019

Málsnúmer 1910149

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12.11.2019

Lagt fram til kynningar erindi Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Guðrúnar Nordal fh. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dags í október 2019. Þar kemur fram að degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í 24. sinn laugardaginn 16. nóvember nk., en hann hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur íslenskunnar. Þá eru sem flestir hvattir til að nota tækifærið til þess að minna á mikilvægi þjóðtungunnar t.d. með því að skipuleggja samkomur, halda kynningar eða veita viðurkenningar. Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því mælst til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins.