Ábending vegna fjárhagsáætlunar, mokstur á reiðvegum

Málsnúmer 1910111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 626. fundur - 29.10.2019

Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019

Á 626. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.11.2019 þar sem fram kemur að reiðleiðir hafi verið mokaðar einu sinni til tvisvar árlega með tilliti til veðurs hverju sinni, þ.e. ekki hefur verið mokað þegar mikil snjókoma er í vændum. Horft hafi verið til þess að moka þær t.d. fyrir jól og páska. Deildarstjóri leggur til að mokstri reiðleiða verði haldið áfram með þeim hætti sem verið hefur.

Bæjarráð samþykkir að mokstri reiðleiða verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur.