Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017

Málsnúmer 1910058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22.10.2019

Lagt fram til kynningar erindi Ragnhildar G. Finnbjörnsdóttur fh. Umhverfisstofnunar, dags. 21.10.2019 þar sem fram kemur að Umhverfisstofnun hefur gefið út Ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 í samræmi við 5. aðgerð (undir 1. markmiði) Aðgerðaráætlunar í loftgæðum 2018-2029. Í skýrslunni er farið yfir mengunarmælingar frá mælistöðvum loftgæða á Íslandi og mælingar settar í samhengi við íslenskar reglugerðir um loftgæði. Að auki hefur Umhverfisstofnun gefið út fylgiskjal ársskýrslunnar, Loftgæði á Íslandi - Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur, en þar er farið almennt í loftgæði á Íslandi, loftmengandi efni sem umhverfisvísa, uppsprettur loftmengunar á Íslandi auk vöktunar. Skjölin eru aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is, eða með því að smella hér: https://ust.is/loft/loftgaedi/skyrslur-og-leidbeiningar/