Ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar: Nordregio Forum 2019

Málsnúmer 1910057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22.10.2019

Lagt fram til kynningar erindi Hönnu Dóru Másdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.2019 þar sem fram kemur að árlega heldur Norræna fræðastofnunin í skipulags- og byggðamálum, Nordregio, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar áhugaverðar ráðstefnur í formennskulandi hvers árs. Nordregio stundar rannsóknir á sviði skipulags- og byggðamála auk þess að þróa og miðla þekkingu um byggða- og skipulagsmál til viðeigandi stofnana innan þessara málaflokka á Norðurlöndum.
Seigla, færni og sjálfbær ferðaþjónusta eru lykilorð ráðstefnunnar í ár sem haldin verður í Hörpu dagana 27.- 28. nóvember nk.