Fyrirspurn frá trolla.is varðandi menningarstefnu

Málsnúmer 1910042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22.10.2019

Lagt fram erindi Gunnars Smára Helgasonar fh. Hljóðsmárans ehf., dags 14.10.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi:
1. Stendur til að skipa vinnuhóp um gerð nýrrar menningarstefnu og hvenær á hann þá að skila sínu verki?
2. Í gögnum á vefsíðu FB fyrir umsækjendur um menningarstyrk 2020 er vísað í menningarstefnu FB frá 2009, sem er mjög metnaðarfull stefna. Hver er áætluð heildarupphæð til menningarstyrkja 2020?

Svar bæjarráðs :
1. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar mun taka til umræðu endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar.
2. Heildarupphæð menningarstyrkja fyrir árið 2020 verður ákveðinn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.