Jarðgöng undir Tröllaskaga

Málsnúmer 1909047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24.09.2019

Lagt fram til kynningar erindi Ólafs Jónssonar, dags. 16.09.2019 þar sem sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi eru hvattar til að sameinast um það að koma á laggirnar verkefnahópi sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði. Horft er til verkefnahóps líkt og komið var á koppinn í aðdraganda Vaðlaheiðarganga.