Umboð vegna rammasamnings hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1909046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24.09.2019

Lagt fram erindi Eybjargar Hauksdóttur fh. Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 12.09.2019 þar sem fram kemur að í samræmi við ályktun félagsfundar SFV frá ágúst sl. Er óskað eftir undirrituðu umboði sveitarfélagsins til samningagerðar við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu í hjúkrunar - og dvalarrýmum.
Bókun fundarins er eftirfarandi: Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telur mikilvægt að samningaviðræður við ríkið um þjónustu í hjúkrunar -, dvalar -, og dagdvalarrýmum eigi sér stað miðlægt, milli samninganefnda SFV og ríkisins, en ekki á milli einstakra rekstraraðila og ríkisins. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við störf samninganefnda og stjórnar SFV í þeim viðræðum og hvetja þau til að afla umboða aðildarfélaga þess efnis.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita meðfylgjandi umboð fyrir hönd sveitarfélagsins.