Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56

Málsnúmer 1909001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 176. fundur - 11.09.2019

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Undir þessum lið sat Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar. Umsjónarmaður og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lögðu fram drög að endurskoðuðum samningi um útleigu í Tjarnaborg. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Formaður Markaðs- og menningarnefndar upplýsti fundarmenn um stöðu og vinnu við gerð Markaðsstefnu Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Síðastliðið haust var haldinn velheppnaður samráðsfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð. Stefnt er að því að halda aftur fund í nóvember nk.. Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og menningarfulltrúa að leggja hugmynd að dagsetningu og umræðuefnum haustfundar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56 Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og listmálari hélt sýningu á vatnslitaverkum í Herhúsinu í ágúst sl. Meðal annarra listaverka voru 12 vatnslitaverk af snjóflóðavarnargörðum ofan Siglufjarðar. Myndirnar sýna hönnun og lögun snjóflóðavarnargarðanna og samspil þeirra við náttúru og byggðina í Siglufirði. Myndirnar eru falleg heimild um þessi miklu mannvirki.
    Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og teiknistofa hans, Landslag ehf., voru tilnefnd til evrópskra verðlauna í landslagsarkitektúr á sínum tima fyrir hönnun snjóflóðavarnargarða á Siglufirði og hlutu viðurkenningu. Snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði hafa vakið verulega athygli meðal fagfólks í hönnun erlendis.
    Reynir Vilhjálmsson hefur boðið Fjallabyggð vatnslitamyndirnar af snjóflóðargörðum á Siglufirði til kaups og þykja þessar myndir hvergi eiga betur heima en í eigu sveitarfélagsins.
    Markaðs- og menningarnefnd þakkar boð Reynis og tekur undir það að myndirnar eigi heima í eigu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.
    Afgreiðsla 56. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 176. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.