Hreinsun á skurðum og ræsum ofan Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1908069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 618. fundur - 03.09.2019

Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar íbúa við Hlíðarveg í Ólafsfirði, dags. 22.08.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi viðhald og framræstingu skurða sem grafnir voru í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Ólafsfjörð í ágúst 1988.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 09.09.2019

Á 618. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar vegna hreinsunar skurða og ræsa ofan Hlíðarvegs í Ólafsfirði.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 06.09.2019 þar sem fram kemur að farin er eftirlitsferð einu sinni á ári og ástand skurða metið með tilliti til hvort hreinsa þurfi upp úr þeim. Árið 2015 fór skriða ofan í einn skurðinn vegna mikilla rigninga og var þá hreinsað úr þeim skurði. Ekki hefur reynst nauðsynlegt að hreinsa úr skurðum frá þeim tíma.

Bæjarráð samþykkir að senda ofangreinda umsögn deildarstjóra tæknideildar og bókun bæjarráðs.