Flóð og úrkoma

Málsnúmer 1908024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 616. fundur - 20.08.2019

Lagt fram til kynningar yfirlit Veðurstofu Íslands yfir úrkomu og hita á Siglufirði og í Ólafsfirði fyrir tímabilið 10. - 14. ágúst 2019 og 26. - 30. ágúst 2015.

Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 17.11.2017 vegna vatnsveðurs dagana 12. - 14. október 2017 auk minnisblaðs frá Verkfræðistofunni VSÓ, dags. 19.10.2017 sem hannar fráveitukerfi Fjallabyggðar. Í minnisblaði VSÓ er farið yfir sögu fráveitukerfis á Siglufirði, greiningu vegna ástands sem skapaðist dagana 12.-14. október 2017 og mögulegar fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að draga úr vandamálum við næstu flóð, auk viðbragsáætlunar og búnaðar þegar næst koma upp krefjandi aðstæður vegna úrkomu.

Bæjarstjóri mun leggja fram tillögu varðandi úrbætur á holræsakerfi Fjallabyggðar á næsta fundi bæjaráðs.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 09.09.2019

Lögð fram umsögn bæjarstjóra, dags. 06.09.2019 vegna fráveitumála og þeirra aðstæðna sem sköpuðust í Fjallabyggð dagana 14.- 16. ágúst sl. þar sem fram kemur :

Þann 12.-14. ágúst s.l. varð gífurleg úrkoma bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, sem reyndist verða um 200 mm á hvorum stað. Engin ábending eða aðvörun barst frá veðurstofunni eða almannavörnum. Á sama tíma var stækkandi straumur og sjávarstaða því tiltölulega há.

Ólafsfjörður:
Mikill vatnselgur var á öllum opnum svæðum og tjörnin við Tjarnarborg var yfir full, aðallega vegna þess að einhver óviðkomandi aðili hafði lokað útfallsröri tjarnarinnar til hálfs. Ef það hefði ekki gerst þá hefði grunnvatnsstaða kringum grunnskóla og íþróttamannvirki verið lægri.

Flóðavatn komst inn í kjallara sundlaugarinnar og olli tjóni upp á 0.5 -1.0 mkr. Einnig varð verktaki sem vann við skólalóð grunnskólans fyrir tjóni, en það er ekki vitað hvað það varð mikið.

Á þessu ári á að ljúka framkvæmdum við útrásir í Ólafsfirði. Þá er lokið við að koma fráveituvatni langt út fyrir stórstreymis fjöruborð og gildandi heilbrigðiskröfur því uppfylltar. Á syðri útrásarbrunnunum verður lagt aukayfirfall til að auka afköst holræsakerfisins.

Siglufjörður:
Rigningarmagn var heldur meira en í hamfaraúrhellinu 28/8 2015. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á holræsakerfinu síðan þá og þær komu í veg fyrir meira tjón en raun varð á. Tilkynnt tjón vegna hækkandi grunnvatnsstöðu voru u.þ.b. 10 -12, sem var aðallega vegna flóða í kjallara gegnum sökkla og plötu. Þegar háflóð var á Siglufirði komst vatn og skólp ekki út í sjó vegna hárrar vatnsstöðu í holræsakerfinu.
Fengnir voru dælubílar frá Slökkviliði Fjallabyggðar og Hreinsitækni til að dæla úr brunnum við Aðalgötu og Eyrarflöt til að lækka vatnsstöðu í brunnunum og minnka þar með þrýsting á holræsakerfinu.
Það er ljóst að ekki er hægt að hanna kerfi sem ræður vandræðalaust við verstu skilyrði þ.e. úrhellisrigningu og háa sjávarstöðu.

Tillögur um úrbætur:

1.
Áframhaldandi vinna við að fanga linda-/ofanvatn og tengja það í sérstakar ofanvatnslagnir.
2.
Fjárfest verði í færanlegum dælum með mikla afkastagetu sem notaðar verði við útrásar brunna til að létta á kerfinu í miklu úrhelli og hárri sjávarstöðu.
3.
Gert verði samkomulag við veðurstofu Íslands um að viðvörun berist til yfirstjórnar Fjallabyggðar, ef miklar rigningar eru fyrirsjáanlegar á utanverðum Tröllaskaga.
4.
Brýnt verði fyrir húseigendum, sem eru með niðurgrafna kjallara á eyrinni á Siglufirði að setja einstreymisloka á hús og drenkerfi með dælu verði lagt í kringum húsin.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum að úrbótum og áframhaldandi vinnu við frárennsli í Fjallabyggð til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019


Lagt fram tilboð Véla ehf. í rafmagnsdælur í útrásarbrunna á Siglufirði:
1. Dreno AT 200/4/240 C.275 400/690V-50HZ
Hámarks afköst: 180 L/sek @ 4 M

2.Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ
Hámrksafköst: 200 l/sek @ 5 M

Deildastjóri tæknideildar leggur til að fest verði kaup á Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ

Bæjarráð samþykkir að festa kaup á tveimur dælum, Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ
Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2020.