Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar - Fjöldi ferðamanna 2019

Málsnúmer 1907009

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 02.10.2019

Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar eru reknar inn á bókasöfnum sveitarfélagsins. Hrönn fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi fjölda ferðamanna fyrstu átta mánuði ársins 2019. Fram kom að fjöldi ferðamanna sem koma á upplýsingamiðstöðvarnar er mun færri í ár en síðustu tvö ár. Samtals hafa komið 2288 ferðamenn á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði í janúar - ágúst en á sama tíma komu 3452 ferðamenn árið 2018 og 3351 ferðamaður árið 2017.
Í upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði komu 136 ferðamenn á fyrstu 8 mánuðum ársins 2019, 284 ferðamenn komu á sama tíma árið 2018 og 363 ferðamenn fyrstu átta mánuði ársins 2017.
Ekki er ástæða til að ætla að þessar tölur endurspegli í raun fækkun ferðamanna í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni fyrir góðar og skýrar upplýsingar.