Malbik á bæjarbryggju

Málsnúmer 1905086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 04.06.2019

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 04.06.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna undirvinnu fyrir malbik á Bæjarbryggju.

Eftirtöldum verktökum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
Bás ehf, Sölvi Sölvason, Fjallatak ehf, Smári ehf, Árni Helgason ehf og Magnús Þorgeirsson.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að gera verðkönnun í undirvinnu fyrir malbik á Bæjarbryggju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 609. fundur - 18.06.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Endurnýjun á þekju við Bæjarbryggju" þriðjudaginn 18. júní.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. kr. 4.662.320,
Sölvi Sölvason kr. 4.772.000,
Kostnaðaráætlun er kr. 4.350.000.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.