Erindi til sveitarstjórnar - Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 1905082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 04.06.2019

Lagt fram erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Flugklasans Air 66N, dags. 31.05.2019 þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár frá 2020-2023. Markmið Flugklasans Air 66N er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Klasinn var stofnaður árið 2011 og síðan þá hefur mikið starf verið unnið til þess að búa í haginn og byggja upp svæðið til þess að taka á móti flugi beint til Norðurlands.

Bæjarráð samþykkir að greiða árlegt framlag, 300 kr. á íbúa frá árinu 2020-2023 og vísar erindinu til úrvinnslu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og gerðar fjárhagsáætlunar 2020.