Yfirlýsing vegna kjaraviðræðna

Málsnúmer 1905079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 04.06.2019

Lagt fram til kynningar erindi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS), dags. 28. 05.2019 vegna vísunar Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Eflingar á kjaraviðræðum við SNS til ríkissáttasemjara og fullyrðinga þeirra í tengslum við málið. Þar kemur meðal annars fram að í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga eru engin ákvæði er styðja breytingar á núverandi fyrirkomulagi lífeyrissjóðsaðildar félagsmanna SGS og Eflingar eða á framlögum launagreiðenda í lífeyrissjóði sem þeir eiga aðild að. Krafa SGS og Eflingar er því sú í raun að launagreiðendur greiði hærri kjarasamningsbundin iðgjöld í lífeyrissjóði félagsmanna sinna en aðrir starfsmenn sveitarfélaga njóta.

Þar sem kjaradeilunni hefur þegar verið vísað til sáttameðferðar embættis ríkissáttasemjara mun Samband íslenskra sveitarfélaga ekki tjá sig frekar opinberlega um málið á meðan það er í höndum embættisins.