Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt

Málsnúmer 1905006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 07.05.2019

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30.04.2019 þar sem athygli er vakin á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 04.06.2019

Lagt fram erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.05.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að taka Grænbókina til umræðu og senda inn umsögn um málið í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 11. júní nk.

Einnig er boðað til auka landsþings sambandsins föstudaginn 6. september nk. á Grand Hóteli.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og að Grænbókin verði gerð aðgengileg íbúum til kynningar og umsagnar á vef sveitarfélagsins.

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375