Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 1905001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 628. fundur - 12.11.2019

Lagt fram erindi Viktoríu Særúnar Gestsdóttur, dags. 29.10.2019 er varðar Álfhól, útsýnisskífu á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi kostnað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Tekið til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

1.
1910146 - Umsókn um framkvæmdastyrk.
Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um framkvæmdastyrk vegna framkvæmda við Pálshús til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk vegna framkvæmda við Pálshús kr. 1.500.000.

2.
1910145 - Beiðni um aðkomu að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar
Bæjarráð vísaði erindi vegna 75 ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.
Bæjarráð samþykkir að bjóða upp á kaffisamsæti í Menningarhúsinu Tjarnarborg í tilefni 75 ára kaupstaðarafmælis Ólafsfjarðarbæjar í tengslum við fyrirhugaða viðburði Markaðsstofu Ólafsfjarðar og Fjallasala ses., um verslunarmannahelgina 2020 og felur markaðs- og menningarfulltrúa að undirbúa viðburðinn.

3.
1910141 - Umsókn um styrki frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.
Bæjarráð vísaði erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl. þar var óskað eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020, Unglingamóts Íslands á skíðum 2020, sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar. Styrk vegna stækkunar á flötinni sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðra kaupa á tveimur garðhýsum sem munu hýsa geymslu fyrir stangir og aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3-4 ára.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning um skíðasvæði í Tindaöxl við Skíðafélag Ólafsfjarðar. Í áætlun er gert ráð fyrir óbreyttri upphæð 4,5 mkr. með vísitöluhækkun.
Bæjarráð synjar umsókn um styrk vegna Fjarðargöngu og unglingamóts Íslands og bendir á að í auglýsingu með umsóknum um styrki til bæjarsjóðs var skýrt tekið fram að framlag sveitarfélagsins til ÚÍF yrði hækkað og úthlutun einstakra frístundastyrkja hætt.
Bæjarráð óskar eftir umsögn og kostnaðarmati vegna tveggja garðhýsa og stækkunar á flöt frá deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.
1910139 - Umsókn um styrk frá Fjallabyggð 2020.
Bæjarráð vísaði erindi frá Markaðsstofu Ólafsfjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. Nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna uppbyggingar fræðslu- og upplifunarreits á lóðunum við Aðalgötu 3 og 5 sem Markaðsstofa Ólafsfjarðar hefur afnotarétt af.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu en vísar þeim hluta er fjallar um söguskilti til markaðs- og menninganefndar til umfjöllunar við styrkúthlutun ársins 2020 skv. reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til mennigarmála.

5.
1910111 - Ábending vegna fjárhagsáætlunar, mokstur á reiðvegum.
Bæjarráð vísaði erindi frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélaginu Gnýfara, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar og óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

6.
1910110 - Endurnýjun á samstarfssamningi.
Bæjarráð vísaði erindi frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélaginu Gnýfara, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 þar sem óskað var eftir endurnýjun á samstarfssamningi við félagið.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning við félagið til tveggja ára. Árlegur styrkur verður kr. 600.000.

7.
1910086 - Styrkumsóknir vegna afnota af íþróttamiðstöð.
Bæjarráð vísaði erindum frá Óskari Þórðarsyni, fh. Blakfélags Fjallabyggðar og Maríu Jóhannsdóttur fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember 2019. Þar sem óskað var eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsi á Siglufirði, vegna Paramóts sem haldið verður 10. apríl frá kl. 15:00-18:00, styrk í formi frírra afnota af íþóttahúsum í Fjallabyggð vegna Sigló Hótel - Benecta mótsins sem haldið verður helgina 28.-29. febrúar og styrks í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar vegna heimaleikja í 1. deild karla og kvenna í Íslandsmóti og túrneringu vegna neðri deilda á árinu 2020. Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur, fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar, dags. 4.11.2019 þar sem óskað var eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna árlegs dagsmóts í desember og einnig vegna haustmóts 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita Blakfélagi Fjallabyggðar og Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar styrki í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar samkvæmt umsókn.

8.
1910085 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísaði erindi frá Brynhildi Jónsdóttur fh. Kvennaathvarfsins til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk til reksturs athvarfsins fyrir rekstrarárið 2020 að upphæð kr. 100.000.
Bæjarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 25.000.-

9.
1910070 - Styrkur vegna keppnisferða.
Bæjarráð vísaði erindi frá Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna keppnisferða á alþjóðleg mót í badminton en Sólrún Anna var á dögunum valin í afrekshóp landsliðsins og A-landsliðið.
Bæjarráð synjar umsókn um styrk en bendir Sólrúnu Önnu að leita til þess íþróttafélags sem hún keppir fyrir. Bæjarráð óskar Sólrúnu Önnu til hamingju með að vera valin í afrekshóp landsliðsins og A- landsliðið og óskar henni góðs gengis.

10.
1910068 - Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísaði erindi Guðrúnar Jónsdóttur fh. Stígamóta til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna reksturs starfseminnar sem er brotaþolum að kostnaðarlausu.
Bæjarráð synjar umsókn að þessu sinni.

11.
1910063 - Styrkumsóknir frá Björgunarsveitum.
Bæjarráð vísaði erindum frá Magnúsi Magnússyni, fh. unglingadeildarinnar Smástráka, Sóleyju Lilju Magnúsdóttur, fh. Unglingadeildarinnar Djarfs, Maríu Númadóttur fh. Björgunarsveitarinnar Tinds og Ingvari Erlingssyni, fh. Björgunarsveitarinnar Stráka, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október sl. vegna umsókna um styrki fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
Unglingadeildin Smástrákar kr. 600.000.
Unglingadeildin Djarfur kr. 600.000.
Björgunarsveitin Tindur kr. 1.000.000.
Björgunarsveitin Strákar 1.000.000.

12.
1908033 - Vatnslitamyndir af snjóflóðarvarnagörðum á Siglufirði.
Bæjarráð vísaði erindi frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 17. september sl. varðandi kaup á vatnslitamyndum af snjóflóðagörðum sem Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt bauð Fjallabyggð til kaupa, kaupverðið var kr. 450.000.- en kr. 225.000.- var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna kaupa á vatnslitamyndum kr. 225.000.

13.
1908024 - Flóð og úrkoma
Bæjarráð vísaði umsögn bæjarstjóra vegna fráveitumála og þeirra aðstæðna sem sköpuðust í Fjallabyggð haustið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. september sl. þar sem eftirfarandi tillögur voru lagðar fram:
1. Áframhaldandi vinna við að fanga linda-/ofanvatn og tengja það í sérstakar ofanvatnslagnir.
2. Fjárfest verði í færanlegum dælum með mikla afkastagetu sem notaðar verði við útrásarbrunna til að létta á kerfinu í miklu úrhelli og hárri sjávarstöðu.
3. Gert verði samkomulag við Veðurstofu Íslands um að viðvörun berist til yfirstjórnar Fjallabyggðar ef miklar rigningar eru fyrirsjáanlegar á utanverðum Tröllaskaga.
4. Brýnt verði fyrir húseigendum, sem eru með niðurgrafna kjallara á eyrinni á Siglufirði, að setja einstreymisloka á hús og að drenkerfi með dælu verði lagt í kringum húsin.
Bæjarráð samþykkir að setja kr. 6.000.000 á framkvæmdaráætlum ársins 2020 til að festa kaup á tveimur auka dælum við dælubrunna. Þegar hefur verið fjárfest í færanlegri dælu. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fylgja eftir lið 1, 3 og 4 og leggja fyrir bæjarráð.

14.
1908001 - Drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.
Bæjarráð vísaði umsögn deildarstjóra tæknideildar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. september sl. varðandi drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu að gjaldskrá byggingarfulltrúa Fjallabyggðar með að hámarki 2,5% hækkun á gjaldaliðum. Drög að leiðbeiningum fela í sér meiri hækkun einstakra liða og hafnar bæjarráð því að notast við leiðbeiningar/viðmið sem koma fram í drögum að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.

15.
1907030 - Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða.
Bæjarráð vísaði erindi Benedikts Snæs Kristinssonar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 25. júlí sl. þar sem lagðir voru fram undirskriftarlistar íbúa er varða ósk um að sveitarfélagið komi upp afgirtum hundasvæðum í báðum byggðarkjörnum.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu og vísa til deildarstjóra tæknideildar til að kostnaðarmeta verkefnið og koma með hugmyndir að mögulegum staðsetningum.

16.
1906017 - Þróun og þjónustumöguleikar í vefmálum sveitarfélaga.
Bæjarráð vísaði erindi Stefnu ehf. til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 18. júní sl. varðandi niðurstöður könnunar fyrir lausnir í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar og óskar eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

17.
1905083 - Hvað höfum við gert? Sýningarréttur fyrir skóla.
Bæjarráð vísaði erindi Þrastar Gylfasonar fh. félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi og Tinnu Jóhannsdóttur fh. Sagafilm til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. júlí sl. þar sem umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála var lögð fram og lagt var til að kaup á sýningarrétti verði skoðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu að þessu sinni.

18.
1905082 - Erindi til sveitarstjórnar Flugklasinn Air 66N.
Bæjarráð vísaði erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Flugklasans Air 66N til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 4. júní sl. þar sem óskað var eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár frá 2020-2023.
Bæjarráð samþykkti að greiða árlegt framlag, 300 kr. á íbúa og er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2020.

19.
1801060 - Vefsvæði - Aukasíður Fjallabyggðar.
Bæjarráð vísaði umsögn markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 30. apríl sl. þar sem samþykkt var að vísa veflausnum fyrir Héraðsskjalasafn og Listaverkasafn til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð samþykkir uppfærslu á vefsvæðum Héraðsskjalasafns og Listaverkasafns Fjallabyggðar.

20.
1905001 - Erindi er varðar framkvæmdir við Álfhólf - Útsýnisskífu.
Bæjarráð vísaði erindi Viktoríu Særúnar Gestdóttur dags. 29. október 2019 til umsagnar deildarstjóra tæknideildar á 628. fundi bæjarráðs.
Í umsögn deildarstjóra tæknideildar kemur fram að kostnaðurinn við framkvæmdina er áætlaður kr. 2.000.000.-

Bæjarráð samþykkir að á árinu 2020 verði gert ráð fyrir kostnaði kr. 2.000.000 á framkvæmdaráætlun 2020 á liðnum: Ýmis smáverk.

21.
1910151 - Styrkumsókn - Hans Klaufi.

Bæjarráð vísaði erindi frá Leikhópnum Lottu til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Tjarnarborg vegna leiksýningarinnar Hans Klaufi sem leikhópurinn hyggst sýna 30. janúar nk. ásamt kr. 20.000 vegna gistingar og ferðakostnaðar.

Bæjarráð samþykkir að veita leikhópnum Lottu styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Menningarhúsinu Tjarnarborg vegna leikskýningarinnar Hans Klaufa en hafnar styrk vegna gistingar og ferðakostnaðar.