Múrviðgerðir á Ráðhúsi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1904086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30.04.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 26.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda opna verðkönnun vegna múrviðgerða á norður og austur hlið á Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að heimila opna verðkönnun á múrviðgerðum á norður og austur hlið á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði og felur deildarstjóra að auglýsa opið útboð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 04.06.2019

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Tilboð voru opnuð í "Endurbætur utanhúss" á Ráðhúsi Fjallabyggðar mánudaginn 3 júní.

Eftirfarandi tilboð bárust:

L7 ehf 25.999.250
Kostnaðaráætlun 15.367.000

Undirritaður leggur til að bæjarráð hafni tilboðinu og feli undirrituðum og bæjarstjóra að skoða aðra möguleika vegna verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir að hafna tilboði L-7 ehf og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að skoða aðra möguleika vegna verksins og leggja fyrir bæjarráð.