Alþjóðleg samstarfsverkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar 2019-2020

Málsnúmer 1904075

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 13.05.2019

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Helena H. Asperlund fulltrúi kennara.

Til kynningar eru þrjú alþjóðleg samstarfsverkefni sem eru í gangi í Grunnskóla Fjallabyggðar eða hefjast á næsta skólaári.

Grunnskólinn er í samstarfi með Tékklandi og Frakklandi í eTwinnng verkefni. Verkefnið gengur út á endurvinnslu á plastrusli sem týnt er í fjörum og á víðavangi. Verkefnið stendur í tvö ár.

Þá er grunnskólinn í samstarfi við sænskan skóla í Nordplus verkefni. Verkefnið snýst um heimsóknir bæði nemenda og kennara. Áhersla er á forvarnir gegn einelti. Á næsta skólaári munu nemendur og kennari frá Grunnskóla Fjallabyggðar sækja Svíana heim.

Stærsta verkefnið er Erasmus verkefni sem ber nafnið Singing Gardens for learning through and into nature. Ásamt Grunnskóla Fjallabyggðar eru skólar frá 4 öðrum löndum: Kýpur, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð.
Þetta verkefni snýst um að búa til "garð" í skólastofunni, rækta og vinna með náttúrutengd verkefni í samvinnu við foreldra.