Aðstaða fótaaðgerðafræðings

Málsnúmer 1904044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23.04.2019

Lagt fram erindi Eddu Láru Guðgeirsdóttur fótaaðgerðafræðings, dags. 05.04.2019 þar sem hún óskar eftir því að fá að nýta aðstöðu í Hornbrekku til þess að sinna þjónustu við aldraða.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 07.05.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 03.05.2019 vegna erindis Eddu Láru Guðgeirsdóttur, fótaaðgerðafræðings um afnot af aðstöðu fyrir starfsemi hennar í Skálarhlíð og Hornbrekku. Varðandi þjónustu fótaaðgerðafræðings við íbúa hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hornbrekku þá eru þau mál í ágætis horfi. Í núgildandi kröfulýsingu fyrir hjúkrunarrými og dvalarrými segir að rekstraraðili skuli sjá til þess að íbúum standi til boða hársnyrti- og fótaaðgerðaþjónusta innan veggja heimilisins og íbúar greiða sjálfir fyrir þessa þjónustu.
Í vinnuskjali kemur fram að Edda Lára hafi verið upplýst um að snyrtiaðstöðu í Skálarhlíð sem eru leiguíbúðir fyrir aldraða ætti að breyta í íbúð og hún hvött til þess að leysa aðstöðumál sín. Snyrtiaðstaðan hefur fyrst og fremst nýst inniliggjandi sjúklingum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en takmarkað verið notuð af íbúum Skálarhlíðar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að hafa samband við forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands varðandi snyrtiaðstöðu á Siglufirði.