Aðalgata Siglufirði lagnir og malbik

Málsnúmer 1904028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10.04.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 05.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á vatns- og fráveitulögnum í Aðalgötu á Siglufirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Bás ehf, Sölvi Sölvason, Fjallatak ehf, Smári ehf, Árni Helgason ehf og Magnús Þorgeirsson.

Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnun í endurnýjun á vatns- og fráveitulögnum í Aðalgötu á Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 07.05.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 6. maí sl. þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð mánudaginn 6. maí í verkefnið "Aðalgata. Endurnýjun 2019 Grundargata - Tjarnargata".
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf kr. 24.739.560.-
kostnaðaráætlun kr.33.041.200.-

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.