Málefni Tjarnarborgar

Málsnúmer 1904003

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 03.04.2019

Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Nauðsynlegt er að endurskoða samning um útleigu á Tjarnarborg m.a. með tilliti til aldurs ábyrgðarmanns. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að setja upp drög að leigusamningi í samráði við umsjónarmann Tjarnarborgar og leggja fyrir nefndina.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 04.09.2019

Undir þessum lið sat Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar. Umsjónarmaður og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lögðu fram drög að endurskoðuðum samningi um útleigu í Tjarnaborg. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar til bæjarráðs.