Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019

Málsnúmer 1904001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 173. fundur - 12.04.2019

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Nauðsynlegt er að endurskoða samning um útleigu á Tjarnarborg m.a. með tilliti til aldurs ábyrgðarmanns. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að setja upp drög að leigusamningi í samráði við umsjónarmann Tjarnarborgar og leggja fyrir nefndina.

  Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Ársskýrsla 2018 fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Starfsáætlun 2019 fyrir Bóka- og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .4 1612033 Arctic Coast Way
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið verður opnuð 8. júní nk. á degi hafsins sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Markaðsstofa Norðurlands hvetur þau sveitarfélög sem liggja að Norðurstrandarleið til að halda upp á daginn með einhverjum sérstökum viðburði. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að koma með tillögu að viðburði fyrir daginn á næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 3. apríl 2019 Ida M. Semey vék af fundi undir þessum lið.

  Farið var yfir niðurstöður bæjarráðs sem samþykkti á 599. fundi sínum þann 2. apríl sl. að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf. um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð. Sex umsóknir bárust.
  Bókun fundar Afgreiðsla 53. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.