Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun.

Málsnúmer 1903063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Lagt fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 19.03.2019 þar sem óskað er eftir afhendingu jafnréttis- og framkvæmdaáætlunar sveitarfélagsins fyrir 12. apríl nk. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára þar sem m.a. skal koma fram hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.
Um sveitarfélög sem atvinnurekendur gildir einnig 2. mgr. 18. gr. laganna en þar er kveðið á um að fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri skuli setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra félagsmáladeildar.