Mengurnarvarnir hafna

Málsnúmer 1903060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 19.03.2019 þar sem fram kemur að fyrirtækið Oil Spill Response Limited (OSRL) hafi sl. sumar gert úttekt á mengunaráhættu og mengunarvarnabúnaði nokkurra hafna á Íslandi fyrir Mengunarvarnarráð hafna ásamt öðrum þáttum sem snúa að mengunarvörnum. Í skýrslu OSRL um úttektina voru lagðar fram tillögur til að koma málaflokknum í ásættanlegt horf.

Áður en viðbragðsgeta og búnaður hafna er ákvarðaður er nauðsynlegt að vinna áhættumat vegna bráðamengunar fyrir hverja höfn. Mengunarvarnarráð hafna hefur því ákveðið að bjóða upp á vinnustofur á fimm stöðum á landinu þar sem hafnarstjórar og hafnarverðir komi saman og geri slíkt áhættumat með aðstoð starfsmanna Umhverfisstofnunar. Starfsmenn Umhverfisstofnunar munu einnig aðstoða hafnir við að gera viðbragðsáætlun en samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 1010 frá 2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda skal eigandi hafnar gera viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis fyrir hverja höfn sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað.

Námskeið verður haldið á Akureyri 13. maí nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Hafnarstjóra.