Ræsting - Ráðhús Fjallabyggðar

Málsnúmer 1903042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 15.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til útboðs á ræstingum í Ráðhúsi Fjallabyggðar, það er 3. hæð og fundaraðstöðu á 2. hæð auk stigagangs.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til útboðs vegna ræstingar í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30.04.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 29.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í "ræstingu í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði" voru opnuð þann 29.apríl sl. kl.11.00.
Eftirfarandi tilboð bárust :
Guðrún Brynjólfsdóttir kr. 16.385.544.-
Minný ehf kr. 14.313.982.-
Kostnaðaráætlun kr.13.973.271.- án sumarþrifa.

Deildarstjóri leggur til að samið verið við lægstbjóðanda.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Minný ehf., sem jafnframt er lægstbjóðandi í ræstingar í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samning.