Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds

Málsnúmer 1903041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 14.03.2019 þar sem ráðuneytið vekur athygli sveitarfélaga á áliti umboðsmanns Alþingis frá 26. október sl. í máli nr. 9561/2018, sem birt er á heimasíðu umboðsmanns, https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/6432/skoda/mal/. Í álitinu er m.a. fjallað um heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna, en um þær er fjallað í 56. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: