Afstaða til þjónustusamnings við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd

Málsnúmer 1903038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Lagt fram erindi Útlendingastofnunar, dags. 13.03.2019 þar sem verið er að kanna afstöðu bæjarráðs/sveitarstjórnar til þess að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þjónustan snýr meðal annars að því að skaffa umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning. Horft er til þjónustu við 40-50 einstaklinga en ekki er útilokað að semja um þjónustu við færri séu skilyrði til staðar. Ef áhugi er fyrir hendi óskar Útlendingastofnun eftir svari fyrir næstu mánaðarmót.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni um þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.