Boð á ráðstefnuna Nordic Conference on Future of Work: Towards the ILO Centenary

Málsnúmer 1903016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12.03.2019

Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytisins, dags. 05.03.2019 er varðar boð á ráðstefnu um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði sem haldin verður í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í Hörpu 4. og 5. apríl 2019.

Árið 2019 verður þess minnst með margvíslegum hætti að öld er liðin frá því Alþjóðavinnumálastofnunin (International Labour Organization - ILO) hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Af þessu tilefni aldarafmælisins hleypti stofnunin af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum:
Þróun atvinnulífsins og samfélagsins, atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði, breytingum á skipulagi vinnunnar vegna nýrrar tækni og samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála.