Háskólalestin í Fjallabyggð

Málsnúmer 1903013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12.03.2019

Lagt fram erindi Guðrúnar J. Bachmann, dags. 06.03.2019 fh. Háskólalestarinnar. Háskólalestinn verður í Fjallabyggð dagana 17. og 18. maí nk. og mun þá bjóða grunnskólabörnum upp á námskeið í samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar 17. maí þar sem nemendum gefst kostur á að sjá og kynnast tækjum og vísindum sem ekki eru í boði í Fjallabyggð. Vísindaveisla, opin öllum, verður svo þann 18. maí.

Heimsókn Háskólalestarinnar er skólum og nemendum að kostnaðarlausu - og Vísindaveislan er sömuleiðis öllum opin, endurgjaldslaust. Óskað er eftir aðstöðu í Menningarhúsinu Tjarnarborg og styrk í formi húsaleigu.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 08.03.2019 þar sem fram kemur að Menningarhúsið Tjarnarborg er laust umrædda daga. Styrkur í formi húsaleigu nemur kr. 69.600.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða heimsókn Háskólalestarinnar í Fjallabyggð og samþykkir að veita afnot og styrk í formi húsaleigu af Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2019 að upphæð 69.600 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 04810 og lykill 9291. Viðaukanum verður mætt með hækkun á tekjum þannig að liður 05610 - 0340 hækki um kr. 61.600.- og liður 05610 ? 0990 hækki um kr. 8.000.