Útboð grunnskólalóð Ólafsfirði 2-3 áfangi

Málsnúmer 1903005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 1.mars sl. þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 2. og 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Ólafsfirði. Eftirtöldum aðilum er gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Árni Helgason ehf
Smári ehf
Magnús Þorgeirsson
Sölvi Sölvason
Bás ehf
Fjallatak ehf.

Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10.04.2019

Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 04.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í endurgerð grunnskólalóðarinnar í Ólafsfirði voru opnuð þann 04.04.2019.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf 69.862.379
Sölvi Sölvason 61.404.775
Kostnaðaráætlun 59.798.597

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar í endurgerð grunnskólalóðar í Ólafsfirði, sem jafnframt er lægstbjóðandi.