Íbúasamráðsverkefni Sambandsins og Akureyrar

Málsnúmer 1903004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélags, dags. 28.03.2019. Á árinu 2018 samþykkti ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 mkr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. Öll sveitarfélög geta sótt um þátttöku en gert er ráð fyrir að þrjú sveitarfélög auk Akureyrar verða valin.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.