Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019

Málsnúmer 1903001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 173. fundur - 12.04.2019

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði til ráðgjafasviðs KPMG um ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Fyrirspurn frá Öryrkjabandalagi Íslands varðandi notendaráðs, sbr. lög nr. 38/2018, í sveitarfélögum.
    Fjallað um skipun í notendaráð fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 38/2018 og stofnun samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, sbr. lög nr. 40/1991. Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð standa sameiginlega að þjónustusvæði fatlaðs fólks og er málinu vísað til þjónustuteymis þjónustusvæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Deildarstjóra falið að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20. mars 2019 Félagsmálanefnd fór yfir drög að nýjum reglum um heimaþjónustu í Fjallabyggð, sem lögð voru fram á síðasta fundi nefndarinnar. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 173. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.