Niðurstöður Olweuskönnunar 2018

Málsnúmer 1902099

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 04.03.2019

Undir þessum lið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður Olweus eineltiskönnunar sem lögð var fyrir í lok nóvember 2018. 97% nemenda í 5.-10. bekk tóku þátt í könnuninni. Einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar mælist 3,1% sem er mun minna en meðaltal í öðrum Olweusskólum á landsvísu en það var 6,3%.