Æðardúnn á eyrinni hjá Steypustöðinni á Siglufirði

Málsnúmer 1902095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 26.02.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um týnslu æðardúns á eyrinni á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 597. fundur - 19.03.2019

Á 595. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 26.02.2019 er varðar æðardún í landi Fjallabyggðar á Siglufirði.

Í vinnuskjali deildarstjóra tæknideildar dags. 19.mars 2019 kemur fram að Ólafur Guðmundsson og Pétur Guðmundsson byggðu upp æðavarpið á Vesturtanga á síðastliðnum áratugum.

Bæjarráð sér ekki ástæðu til að breyta núverandi fyrirkomulagi og hafnar því erindi Árna Rúnars Örvarssonar.