Uppfærð tekju- og eignamörk vegna almennra íbúða og lánveitinga Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða

Málsnúmer 1902088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytisins, dags. 15.02.2019 þar sem fram kemur að Félags- og barnamálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu. Tekju- og eignamörkin gilda einnig um leigjendur íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur veitt lán til og eingöngu eru ætlaðar tilgreindum hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, og reglugerð nr. 1042/2013, um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.