Beiðni um sérstök kjör vegna skíðanámskeiðs

Málsnúmer 1902075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26.02.2019

Lagt fram erindi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík fyrir hönd MUNDO ferðaskrifstofu og alþjóðlegrar ráðgjafar, dags. 18.02.2019 er varðar ósk um sérstök kjör fyrir gesti Mundo/Hótel Sigluness í sundlaugina á Siglufirði þann 1. og 2. mars nk. Einnig er þess óskað að laugin verði hituð í 35-37 gráður umrædda daga til þess að geta boðið þátttakendum á skíðanámskeiði og íbúum Fjallabyggðar að fljóta með flothettur við þægilegt hitastig.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að nýsamþykkt gjaldskrá íþróttamiðstöðvar gerir ekki ráð fyrir afslætti hótelgesta í sundlaugar sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun ársins er heldur ekki gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna hitunar á laug.