Öryggi og aðkoma sjúkrabíla á hesthúsasvæðinu og reiðleiðir.

Málsnúmer 1902071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20.02.2019

Lagt fram erindi Dagbjartar Í. Guðmundsdóttur og Herdísar Erlendsdóttur f.h stjórnar Hestamannafélagsins Glæsis, dags. 14.02.2019 þar sem þess er óskað að fá að koma á fund bæjarráðs eða viðkomandi nefndar til þess að fylgja eftir erindinu er varðar öryggi og aðkomu sjúkrabíla á hesthúsasvæðinu og mokstur reiðleiða.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og í framhaldinu að boða forsvarsmenn stjórnar Hestamannafélagsins Glæsis á fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Á 598. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Dagbjörtu Í. Guðmundsdóttur og Herdísi Erlendsdóttur fh. Hestamannafélagsins Glæsis er varðaði mokstur að og við hesthús og skemmu og mokstur reiðleiða.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.02.2019 þar sem fram kemur að snjómokstur að hesthúsum er með sama hætti á Siglufirði og í Ólafsfirði. Götur að hesthúsum eru mokaðar í þriðja forgangi samkvæmt samþykktu mokstursplani, þegar búið er að opna götur í þéttbýli. Ekki hefur verið mokað innan hesthúsasvæðanna þ.e. á milli húsa og aftan við þau. Í einhverjum tilfellum hefur verið stungið aukalega í gegn til að opna fyrir reiðleiðir, á Siglufirði til suðurs að Skarðsvegi þannig að hringleið til útreiða sé möguleg. Á Ólafsfirði til austurs að Kleifarvegi.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn hestamannafélagsins á fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Forsvarsmenn hestamannafélagsins Glæsis, Dagbjört Í. Guðmundsdóttir og Herdís Erlendsdóttir mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málefni Hestamanna varðandi snjómokstur og reiðleiðir.

Forsvarsmenn hestamannafélagsins Glæsis munu koma með tillögur að reiðleiðum að vetri.