Sjúkraflutningar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1902054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20.02.2019

Lagt fram erindi Jóns Valgeirs Baldurssonar fyrir hönd H- listans þar sem óskað er eftir því að fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands HSN og Björgunarsveitarinnar Tinds verði kallaðir á fund bæjarráðs til að fara yfir stöðu vettvangsliðateymis og sjúkrabíls í Ólafsfirði.

Bæjarráð vísar í 5. lið fundargerðar þessarar þar sem fyrir liggur að bæjarráð ætlar að óska eftir því að Jón Helgi Björnsson forstjóra HSN mæti á fund til þess að upplýsa ráðið um stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði og næstu skref.