Gagnasöfnun um laus störf á íslenskum vinnumarkaði

Málsnúmer 1902030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12.02.2019

Lagt fram til kynningar erindi Hagstofu Íslands, dags. 30.01.2019 er varðar upplýsingaöflun um laus störf á íslenskum vinnumarkaði frá og með 1 ársfjórðungi 2019. Markmið Hagstofu Íslands með þessari skráningu starfa er að til verði hagskýrslur sem gefa góða heildarmynd af fjölda lausra starfa og ráðningum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður munu nýtast við mat á stöðugleika og mannaflaþörf á vinnumarkaði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26.02.2019

Lagt fram erindi Hagstofu Íslands, dags. 13.02.2019 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skrái upplýsingar um störf sem voru laus þann 15.02.2019 og upplýsingar um mannaflaþörf næstu 6 mánuði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.