Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019

Málsnúmer 1902015F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 172. fundur - 13.03.2019

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar og febrúar 2019.

    Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 181.449.911 eða 98,83% af tímabilsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Á fund bæjarráðs mætti Björn Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands til þess að fara yfir Áfangastaðaáætlun Norðurlands.

    Bæjarráð þakkar Birni greinagóða yfirferð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Á 589. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Sirkus Íslands þar sem kannaður var áhugi bæjarfélagsins til sirkuslistahátíðar eða sirkus ráðstefnu sumarið 2019.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 04.03.2019 þar sem fram kemur að óvíst er hvort af viðburðinum verður á árinu 2019.

    Bæjarráð samþykkir að fresta frekari umræðu um málið þar til áætlanir Sirkus Íslands liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagður fram undirritaður samningur við Motus ehf og Löginnheimtuna ehf um innheimtuþjónustu vanskilakrafna fyrir Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Á 598. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Dagbjörtu Í. Guðmundsdóttur og Herdísi Erlendsdóttur fh. Hestamannafélagsins Glæsis er varðaði mokstur að og við hesthús og skemmu og mokstur reiðleiða.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.02.2019 þar sem fram kemur að snjómokstur að hesthúsum er með sama hætti á Siglufirði og í Ólafsfirði. Götur að hesthúsum eru mokaðar í þriðja forgangi samkvæmt samþykktu mokstursplani, þegar búið er að opna götur í þéttbýli. Ekki hefur verið mokað innan hesthúsasvæðanna þ.e. á milli húsa og aftan við þau. Í einhverjum tilfellum hefur verið stungið aukalega í gegn til að opna fyrir reiðleiðir, á Siglufirði til suðurs að Skarðsvegi þannig að hringleið til útreiða sé möguleg. Á Ólafsfirði til austurs að Kleifarvegi.

    Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn hestamannafélagsins á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .7 1902052 Rarik
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lögð fram drög að samningi um yfirtöku á götulýsingarkerfi til eignar í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

    Með samningnum mun Fjallabyggð eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 01.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til að gera lokaða verðkönnun vegna endurnýjunar á götulýsingu.

    Vegna ljóskera þar sem eftirfarandi birgjum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Johan Rönning hf
    Reykjafell hf
    O. Johnson & Kaaber hf
    S. Guðjónsson hf
    Ískraft hf
    Smith & Norland hf
    Fálkinn
    Jóhann Ólafsson hf
    Rafmiðlun hf.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnunina.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 1.mars sl. þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 2. og 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Ólafsfirði. Eftirtöldum aðilum er gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Árni Helgason ehf
    Smári ehf
    Magnús Þorgeirsson
    Sölvi Sölvason
    Bás ehf
    Fjallatak ehf.

    Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytisins, dags. 15.02.2019 þar sem fram kemur að Félags- og barnamálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu. Tekju- og eignamörkin gilda einnig um leigjendur íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur veitt lán til og eingöngu eru ætlaðar tilgreindum hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, og reglugerð nr. 1042/2013, um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 26.02.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um týnslu æðardúns á eyrinni á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi frá Cristinu Silviu Cretu, framhaldsskólanemanda í Menntaskólanum á Akureyri, dags. 26. febrúar sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Alþjóða skólaíþróttasambandsins sem haldin verður 11. - 16. mars í París. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja stúlkur til að taka að sér leiðtogahlutverk og standa fyrir íþróttaviðburði í skólum sínum.

    Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Freys Gunnlaugssonar fh. BG Nes ehf., dags. 06.02.2019 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð falli frá forkaupsrétti vegna sölu á fiskiskipinu Oddi á Nesi ÓF-176.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Oddi á Nesi ÓF- 176.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi frá Sirkus Íslands, dags. 18.02.2019 er varðar kynningu á úrvali atriða sem tilvalin eru fyrir Barnamenningarhátíðir eða þar sem fólk safnast saman á svæði utan- sem og innandyra.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til markaðs- og menningarfulltrúa með tilliti til þess hvort atriðin henti dagskrá hátíða í bæjarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélags, dags. 28.03.2019. Á árinu 2018 samþykkti ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 mkr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. Öll sveitarfélög geta sótt um þátttöku en gert er ráð fyrir að þrjú sveitarfélög auk Akureyrar verða valin.
    Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Páls Björgvins Guðmundssonar fh. Eyþings, dags. 01.03.2019 er varðar verkefnið Náttúruvernd og efling byggða sem byggir á byggðaáætlun C9 og er einnig hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstakt átak í friðlýsingum og að skoðaðir verði möguleikar á þjóðgörðum á öðrum stöðum en nú eru. Markmið verkefnisins er að greina tækifæri og mögulegan ávinning í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu og umsjón friðlýstra svæða, svo sem náttúrutengdri ferðaþjónustu. Óskað er eftir umsögn sveitarfélaga á svæði Eyþings fyrir 07.03.2019.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27.02.2019 er varðar umsögn tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lögð fram til kynningar 868. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag frá 22. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27.02.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 13. fundar stjórnar Hornbrekku frá 28. febrúar sl. og 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 4.mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.