Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019

Málsnúmer 1902006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 171. fundur - 13.02.2019

  • .1 1901100 Endurskoðun samnings um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi endurskoðun á samstarfssamningi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar falið að ljúka við samningsdrögin og leggja fyrir byggðarráð Dalvíkurbyggðar og bæjarráð Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1810051 Erindi frá Trölla, hugmyndir um samstarf
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Erindi barst frá Trölla.is þar sem óskað var eftir samstarfi. Hugmynd Trölla er að FM Trölli gæti sent út tónleika/tónfundi tónlistarskólans, annað hvort beint, eða tekið þá upp og sent út eftirá. Skólanefnd óskar eftir umsögn skólastjóra um erindi Trölla og jafnframt að kannað verði með afstöðu persónuverndarfulltrúa gagnvart erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1901103 Nemendafjöldi á vorönn 2019
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Skólastjóri kynnti nemendafjölda og kennslugreinar TÁT á vorönn. Samtals eru 202 nemendur í skólanum og enginn biðlisti. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1901104 Starfsmannamál TÁT vorönn 2019
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Farið yfir starfsmannamál og stöðugildi við TáT. 15 kennarar eru starfandi við skólann í 11,6 stöðugildum. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .5 1901105 Starfið framundan - Nótan 2019
    Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 8. febrúar 2019 Uppskeruhátíð TÁT verður fimmtudaginn 14. mars nk. Forkeppni Nótunnar fer fram á Eskifirði laugardaginn 23. mars og lokakeppni Nótunnar verður haldin í Hofi Akureyri 6. apríl nk. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Skólanefndar TÁT staðfest á 171. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.