Umsókn um byggingarleyfi - Mararbyggð 43

Málsnúmer 1901112

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 236. fundur - 11.02.2019

Lögð fram umsókn Ásgeirs Frímannssonar dagsett 30. janúar 2019, þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á lóðinni Mararbyggð 43 skv. meðfylgjandi teikningum eftir Ólaf Tage Björnsson.
þar sem fyrirhugað hús er að hluta utan skilgreinds byggingarreits samþykkir nefndin að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Flæða vegna stækkunar byggingarreits á Mararbyggð 43. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. heimild í 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deildarstjóra tæknideildar er falin útgáfa byggingarleyfis að lokinni deiliskipulagsbreytingu, að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012. með áorðnum breytingum.